Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi Tangahússins telur nokkuð öruggt að kveikt hafi verið í húsinu í gær. Þetta sagði hann í samtali við blaðamann og bætti því við að fátt hefði getað komið eldinum af stað þar sem hann blossaði upp. Einn slökkviliðsmaður slasaðist eftir að slökkviliðið hafði náð tökum á eldinum og var hann fluttur upp á sjúkrahús en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst