Eimskipshöllin verður, samkvæmt heimildum Frétta, nýtt nafn á fjölnota íþróttahúsinu sem senn verður tekið í notkun. Fjölskyldu- og tómstundaráð bæjarins samþykkti ósk ÍBV-íþróttafélags um að selja nafn hússins en ákvörðunin hefur vakið talsverð viðbrögð í bænum. Samningur þess efnis við Eimskip liggur fyrir og bíður undirritunar.