Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni en aðfaranótt 16. desember var lögerglu tilkynnt um líkamsárás á veitingastaðnum Lundanum. Þarna höfðu tveir menn ráðist á þann þriðja sem kom alblóðugur út frá þessum átökum. Árásarmennirnir voru handteknir og fengu að gista fangageymslu þar til víman var runnin af þeim. Ekki reyndust áverkar fórnarlambsins alvarlegir og hlaut hann ekki varanlega skaða af. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.