�??�?jóðhátíðin í ár toppaði sig enn og aftur með frábærri dagskrá og þvílíkri veðurblíðu. Brekkan hefur held ég aldrei verið eins þétt og flott, ljósadýrðin mögnuð og þjóðhátíðarlögin sem allir kunna orðið sungin hástöfum í magnaða Herjólfsdalnum,�?? segir Eyjakonan brottflutta, Laufey Jörgensdóttir sem mætti með með fjölskylduna í Dalinn um helgina.
�??Maður er einfaldlega að rifna af stolti og þakklæti fyrir að hafa fæðst og alist hér upp – þvílík fegurð, þvílík hátíð og þvílíkt eðalfólk. Vinir okkar ofan af landi eru farin að fylgja okkur til Eyja á �?jóðhátíð og við vorum saman með tjald. �?að var alltaf hátíðlegt hjá okkur á daginn en jafnframt mikið stuð á kvöldin enda með mann eins og Sveppa Krull innanborðs sem fagnaði 40 ára afmælisdeginum sínum í tjaldinu í góðum gír.
Krakkarnir okkar �?skar Dagur og Auður Erla elska þetta og vilja alltaf fara á �?jóðhátíð. �?g hef sjálf aðeins sleppt þremur þjóðhátíðum svo þetta fer að slaga í 40 ár í Dalnum hjá manni. �?að er held ég eitthvað eldheitt �?jóðhátíðarblóð sem rennur í manni, mamma heitin Erla Sigmars var nú alltaf til í fjörið. En mér finnst mikilvægt að mæta helst alltaf til að styrkja tengslin við Eyjarnar í ljósi þess að við búum nú í Reyjavík.
Annars voru allir farnir að ræða bara flutninga í bíltúr um Eyjuna áðan og krakkarnir að leita að húsi, það er aldrei að vita nema maður komi aftur syngjandi; “�?g er komin heim”.
Til hamingju ÍBV með frábæra þjóðhátíð og takk innilega fyrir okkur,duglegu og elskulegu Eyjamenn, verið ávallt þakklát fyrir dýrmætu samkenndina sem ríkir á Eyjunni grænu…�?jóðhátíð 2018 bíður, við sjáumst þar,�?? sagði Laufey himinsæl.