Einhugur, félag einhverfra í Vestmanneyjum kom færandi hendi á Kirkjugerði á miðvikudaginn. Í frétt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar segir að þær systur Kristín og Unnur Dóra hafi komið fyrir hönd félagsins og fært leikskólanum gjafir sem nýtast munu vel í skólastarfinu, sérstaklega fyrir nemendur sem eru taugsegin og glíma við skynúrvinnsluvanda. Að endingu er félaginu færðar kærar þakkir fyrir góðar gjafir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst