�?Síðasta gjaldskrárhækkun var í byrjun árs 2004. �?að er fyrst og fremst hækkun á eldneytiskostnaði, sem veldur þessum verðbreytingum,�? segir Guðmundur í viðtali við Fréttir og hann heldur áfram.
�?Rekstur skipsins gekk ekki nógu vel á síðasta ári, í samningi okkar við Vegagerðina er ákvæði þess efnis, að gjaldskráin taki mið af olíuverði, hafnargjöldum, bygginga- og launavísitölu. Eldsneytisverð hækkaði um rúm 20% á síðasta ári. �?essi hækkun á gjaldskrá okkar er ekki háð samþykki Bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Vegagerðin er okkar samningsaðili.�?
Páll Scheving, oddviti V listans í bæjarstjórn, sagðist í samtali við Fréttir vera mjög ósáttur við hækkunina. �?Við búum ekki í sama umhverfi og aðrir á landsbyggðinni. Flutningsgjöld eru hærri hér en annars staðar og fyrirtækin okkar eru ekki samkeppnishæf, vegna þessa. Auðvitað er þetta því mjög bagalegt,�? sagði Páll.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri, tók í sama streng. �?�?g var ekki búinn að frétta af þessu en þarna er örugglega ferjuvísitölu að ræða,�? sagði Elliði.
�?Bæjarstjórn Vestmannaeyja er ekki álitsgjafi og hefur ekkert með gjaldskrárbreytingar að gera. �?að var svoleiðis hér áður en nú eru þær mál Vegagerðar og Eimskips.�?
Elliði sagði það álit sitt að gjaldskrá Herjólfs væri of há. �?�?g hef verið ósáttur við hana, ekki síst farmgjöldin en ég geri ráð fyrir að þarna sé verið að fylgja ferjuvísitölunni. Og þetta er ekki gott því allar aukaálögur á landsbyggðina eru vondar.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst