Í tillögum Alta um miðsvæði Vestmannaeyjabæjar segir að gert sé ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjóni bæjarfélaginu, svo sem verslunum, skrifstofum, þjónustustofnunum, hótelum, veitinga- og gistihúsum, menningarstofnunum og annarri hreinlegri atvinnustarfsemi sem talin er samræmast yfirbragði og eðli starfsemi miðsvæðis.
Bent er á að í Vestmannaeyjum er blómleg miðbæjarstarfsemi með fjölbreyttu atvinnulífi. Miðbærinn hafi þróast með jákvæðum hætti, ekki síst eftir að siglingar til og frá Landeyjahöfn hófust.
�??Í gegnum tíðina hafa Eyjamenn þurft að vera sjálfum sér nógir um flest vegna erfiðra samgangna sem hefur skilað sér í öflugri verslun og þjónustu í miðbænum sem þjónar íbúum, ferðafólki og jafnvel íbúum af fastalandinu sem búa skammt frá Landeyjahöfn,�?? segir í tillögunum.
Miðbær Vestmannaeyja einkennist að mati Alta af góðri blöndu þjónustu- og íbúðarbyggðar. Aukin ásókn sé í að búa í miðbænum, ekki síst meðal ungs fólks og eldra fólks. Miðbærinn sé vel nýttur og fáar lausar lóðir. Áhugi sé á endurgerð eldri bygginga og uppbyggingu sem styrkir ásýnd og starfsemi í miðbænum. �??Endurgerð þeirra hefur gjarnan verið þannig að á jarðhæð er fjölbreytt starfsemi en íbúðir eða skrifstofur á efri hæðum. �?á hefur verið lögð áhersla á að halda í gamlar byggingar en gefa þeim nýtt hlutverk. Dæmi um það má sjá víða, svo sem í Skvísusundi þar sem áður voru krær og í Fiskiðjunni sem áður hýsti fiskvinnslu en gengur nú í endurnýjun lífdaga.�??
Halda í þessa góðu þróun
Hlutverk stefnu fyrir miðbæ snýst um að halda í þessa góðu þróun og styrkja hana enn frekar að mati Alta. Á heildina litið sé ekki vandamál með bílastæði og yfirleitt stutt að fara. Undanfarin ár hefur verið aukin ásókn í að breyta atvinnuhúsnæði á jarðhæðum í miðbænum í íbúðir, hótel eða aðra starfsemi.
Í deiliskipulagi hluta miðbæjarins er lagt til að ákveðnum húsum við ákveðnar götur skuli starfsemi á jarðhæð vera með það sem er kallað virkar framhliðar. Hægt verði að ganga inn af götunni í verslanir og aðra þjónustu og á framhliðinni séu gluggar sem er hægt að sjá inn um. �??Með þessu er stutt við þjónustu á svæðinu og lögð áhersla á að viðhalda miðbæjarbrag. �?ví er talið óæskilegt að atvinnuhúsnæði á jarðhæðum í miðbænum sé breytt í íbúðir og gistingu eða íbúðargistingu.�??
Sérkenni miðbæjarins er að hann er við aðalatvinnusvæði Vestmannaeyja, höfnina og nærliggjandi athafnasvæði. �?egar íbúðum fjölgar í miðbænum þarf núverandi íbúum, væntanlegum íbúum og öðrum hagsmunaaðilum að vera ljóst að starfsemi á hafnarsvæðinu fylgja umsvif s.s. vegna umferðar, hávaða og lyktar, sem eðlilegt er að fylgi slíkri starfsemi.
Markviss aukning í miðbæjarstarfsemi
Í Vestmannaeyjum eru helst tvö svæði sem gegna hlutverki dvalar- og eða samkomusvæða. Annars vegar Stakkagerðistún og hins vegar Vigtartorg. �?essi tvö svæði anna eftirspurn eftir opnum grænum svæðum innan bæjarins. �?au eru vel sótt og eru vel staðsett í nánum tengslum við miðbæinn. Styðja þarf þessi tvö svæði og styrkja.
Í miðbænum hefur orðið markviss aukning í miðbæjarstarfsemi. Frá síðasta aðalskipulagi, 2005 hafa verið byggðir um 4000 fermetrar í miðbænum og meira er í undirbúningi. Veitingaþjónusta hefur sprungið út og veitingastöðum í miðbænum fjölgað úr um það bil tveimur til þremur í tíu til fimmtán. Gistirýmum í Vestmannaeyjum hefur fjölgað talsvert og líklega um nærri 50% í miðbænum á undanförnum árum.
Land í miðbænum er af skornum skammti og lítið svigrúm til uppbyggingar. Í aðalskipulagsvinnunni hafa komið fram hugmyndir um að stækka miðbæinn í austur inn í nýja hraunið á mótum Kirkjuvegar og Skansvegar, og endurheimta hluta af því svæði þar sem byggð fór undir Eldfellshraun. Í tillögu að nýju aðalskipulagi hefur verið afmarkað miðbæjarsvæði á þessum reit en svæðið er jafnframt þróunarsvæði.
�?að sem vinnst
Tvöfaldur ávinningur er af því að taka þetta svæði undir miðbæjaruppbyggingu:
�?� Tækifæri skapast til uppbyggingar á svæði við miðbæinn, en í dag er mikil eftirspurn eftir húsnæði fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi í miðbænum.
�?� Opnar möguleika fyrir efnisnám, t.d. fyrir landfyllingu fyrir nýja höfn við Eiðið. Á skipulagstímabilinu verða hugmyndir um landnotkun á svæðinu þróaðar frekar t.a.m. um mögulega uppbyggingu, yfirbragð svæðis, landmótun, efnistöku, tengsl við núverandi byggð og tengsl við söguna. Svæðið er í dag undir samningi við Skógræktarfélag Vestmannaeyja og á svæðinu eru gönguleiðir og minningarskilti um þá byggð sem er undir hrauninu.
Markmið og verkefni
�?� Miðbær Vestmannaeyja er miðstöð verslunar og þjónustu.
�?� Gera skal ráð fyrir miðbæjarstarfsemi á jarðhæðum bygginga. Aðalinngangar skulu snúa að götum og stefnt að því að framhliðar séu virkar til að stuðla að lifandi og áhugaverðu göturými. Íbúðir eða miðbæjarstarfsemi er heimil á efri hæðum.
�?� Á afmörkuðu svæði í miðbænum, þar sem atvinnuhúsnæði er á jarðhæðum í dag, er ekki heimilt að breyta notkun á jarðhæð í íbúðir eða gistingu/íbúðargistingu. �?essi svæði eru sýnd á meðfylgjandi mynd.
�?� Móta skal skýrt afmarkaðan miðbæjarkjarna þar sem þjónustu, verslunum og íbúðum er beint og rík áhersla lögð á umhverfisfrágang, með vönduðum yfirborðs-efnum, gróðri og lýsingu.
�?� Varðveita skal útsýni milli sjávar og fella eins og kostur er.
�?� Gert er ráð fyrir samkomu- og dvalarsvæðum á Stakkagerðistúni og á Vigtartorgi. Bárustígur myndi skýra tengingu milli þessara tveggja áningarstaða.
�?� Miðbæjarsvæðið tengi hafnarsvæði, miðbæ og íbúðarhverfi.
�?� Núverandi íbúum, væntanlegum íbúum og öðrum hagsmunaaðilum skal vera ljóst að starfsemi á nálægu athafnasvæði og hafnarsvæði fylgja umsvif s.s. vegna umferðar, hávaða og lyktar, sem eðlilegt er að fylgi slíkri starfsemi innan þeirra marka sem starfsleyfi geta um.
�?� Til framtíðar er áformað að stækka miðbæinn inn í nýja hraunið og er svæðið afmarkað sem þróunarsvæði.
�?tfærsla
�?� Stefnan er útfærð með afmörkun miðbæjarsvæðis á uppdrætti og skilmálum, og afmörkun svæða í miðbænum, sem sýnd er á meðfylgjandi mynd, þar sem ekki er heimilt að breyta atvinnuhúsnæði á jarðhæð í íbúðir eða gistingu og íbúðargistingu.
Tenging við höfnina
Svæðið gegnir mikilvægu hlutverki sem tenging miðbæjarins við höfnina. Viðhalda skal því byggðamynstri sem er innan svæðisins með því að virða byggingarstíl eldri húsa og tryggja að nýbyggingar og breytingar á eldri húsum falli vel að umhverfinu og stuðli að bættri götumynd.
�?skilegt er að byggja í þær eyður sem eru í byggðinni og fjölga íbúðum, sérstaklega á efri hæðum. Í deiliskipulagi eru sett skilyrði, þegar við á, um að á jarðhæðum verði lifandi starfsemi opin fyrir almenning. Áhersla er á uppbyggingu ferðaþjónustu, einkum á svæðinu milli Strandvegar og hafnar, frá Skansi að Skólavegi. Náttúrugripasafnið Sæheimar er á miðvæði og til stendur að stækka safnið til muna.
Stakkagerðistún og Vigtartorg gegna hlutverki dvalar og eða samkomusvæða. �?ar eru eingöngu heimil mannvirki sem styðja við hlutverk svæðanna. Heimilt er að þétta byggð á svæði við Safnahúsið með allt að 15 nýjum íbúðum í 2 til 3 hæða húsum.
Nýja hraun
Miðsvæði þar sem áformað er að byggja aftur upp á svæði sem fór undir hraun í gosinu 1973. Svæðið er merkt sem þróunarsvæði og verður unnið að því á skipulagstímabilinu að móta uppbyggingar-áform frekar.
Möguleikar til landmótunar eru opnir en í þeim getur falist að landið verði stallað á einhvern hátt og að eitthvað af efni yrði nýtt til efnistöku. Áður en uppbygging fer af stað þarf að liggja fyrir deiliskipulag fyrir allt svæðið og samhliða vinnu við deiliskipulag verði unnin rammahluti aðalskipulags fyrir þennan hluta miðbæjarins þar sem sett verða skilyrði um uppbyggingaráform á reitnum.
Meginhluti verslunar og þjónustu í Vestmanneyjum er á skilgreindu miðbæjarsvæði. Á íbúðarsvæðum utan miðbæjarsvæðisins er heimilt að starfrækja minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist staðsetningu í íbúðarbyggð, svo sem söluturna og minni verslanir.
Eitt svæði utan miðbæjar er afmarkað fyrir verslun og þjónustu en það er ofan við Löngulág. �?ar er í dag samkomuhús þar sem heimilt er að vera með veitingar og skemmtanir. Húsið er byggt ofan á vatnstank sem geymir varabirgðir af köldu vatni fyrir eyjuna.
Áhugi hefur verið á því að byggja tengda atvinnustarfsemi á reitnum.
Markmið og verkefni
�?� Við Löngulág er svæði fyrir samkomuhús og tengda starfsemi svo sem hótel, aðra verslunarstarfsemi eða þjónustu.
�?� Gæta skal að því að starfsemi á svæðinu eigi vel við í nágrenni við íbúðarsvæði.