Súrt og kæst rennur ljúflega niður með sterku og kynslóðabilið hverfur á blótum. Matvælaframleiðendur segja þorrann og þorramatinn njóta vaxandi hylli á meðal þeirra sem yngri eru en það er mikil breyting frá því fyrir áratug eða tveimur.
Í byrjun þorra fyrir þremur árum gerðu bandarískir fjölmiðlar létt grín að Íslendingum vegna neyslu á hrútspungum. Höfðu fjölmiðlar vestra eftir Gunnari Níelssyni, þáverandi aðstoðarsölustjóra Norðlenska, að skortur væri á pungum í landinu og í fyrirsögn á vinsælum bandarískum vefmiðli stóð: Íslendingar þjást af eistnaskorti. �?essi matarvenja Íslendinga þótti svo kyndug að skrifstofu Ferðamálaráðs í New York barst tilkynning þess efnis að þáttastjórnandinn Jay Leno myndi hugsanlega taka málið fyrir en ekki varð þó af því.
Engar fregnir hafa borist af eistnaskorti í ár enda hættu norðanmenn að flytja góðgætið út eftir að bandaríska þjóðin hafði hlegið nægju sína.
Framleiðsla á þorramat er veigamikill þáttur í starfsemi margra kjötiðnaðarfyrirtækja og hjá flestum þeirra hefst undirbúningurinn í september.
Samkvæmt gamla norræna tímatalinu er þorri fjórði mánuður ársins en hann hefst í þrettándu viku vetrar, 18.-24. janúar miðað við Gregoríanska tímatalið, og alltaf á föstudegi.
Í upphafi þorra, á bóndadaginn, tíðkaðist að bóndinn hoppaði í kringum bæinn á nærhaldinu einu fata. Einnig var hefð fyrir því að húsmóðirin færi út kvöldið áður og byði þorranum inn í bæ. Til eru heimildir um að betri matur hafi verið gefinn fyrstu daga þorra og góu, en nú hefur sú hefð komist á að hjón gefi hvort öðru blóm þessa daga. Mörgum karlmanninum finnst þó enn lítið varið í bóndadaginn fái þeir ekki sitt hangikjet. Síðasti dagur þorra er nefndur þorraþræll.
íslenskri Orðsifjabók segir að orðið þorri sé oftast tengt sögninni að þverra en einnig að það sé hugsanlega skylt lýsingarorðinu þurr. Orðið á sér samsvörun í öðrum norrænum tungum, svo sem færeysku, torri, og nýnorsku torre.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst