Ekki var farið eftir 12. grein um stjórn fiskveiða við sölun á Berg/Huginn en þar segir að sveitastjórnir eigi forkaupsrétt að skipum sem selja á úr sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Þar segir jafnframt að bæjarstjóra hafi verið falið að óska eftir forkaupsréttartilboðum en ef þau berast ekki, verði farið með málið fyrir dómstóla. Vestmannaeyjabær bendir jafnframt á að samkvæmt 13. grein sömu laga, má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila ekki fara upp yfir ákveðin mörk. Bent er á að félögin Samherji, Útgerðarfélag Akureyrar, Síldarvinnslan hf, og ef til vill fleiri félög eru tengd eignaböndum og sé komið yfir þau mörk sem fjallað er um í 13. grein. Fréttatilkynninguna frá Vestmannaeyjabæ má lesa í heild sinni hér að neðan.