Eldgosið 1973 breytti öllu
26. desember, 2023

*Arnar Sigurmundsson var framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs *Ógleymanleg eldmessa *Umfangsmikið tjónamat *Í forystusveit lífeyrissjóða í 30 ár *Mikil útgáfustarfsemi í Eyjum.


2023 – Arnar Sigurmundsson hefur verið forystumaður í félags- og menningarmálum Vestmannaeyja um áratugaskeið. Þá var hann lengi í forystusveit lífeyrissjóða landsmanna og í atvinnulífinu. Ljósmynd/Sindri.

„Heimaeyjargosið 1973 breytti öllu í Vestmannaeyjum, segir Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Hann var á 30. aldursári þegar eldgosið hófst aðfaranótt 23. janúar 1973. Eftir að hafa komið fjölskyldunni í öruggt skjól í Reykjavík, bjargað búslóðinni og klárað vinnutengd verkefni  frétti hann að það vantaði starfsmann til að sinna  útreikningum og þjónustustörfum hjá Viðlagasjóði í Eyjum. Arnar fékk starfið.        

„Ég var einn þeirra sem sóttu eldmessuna í Landakirkju að kvöldi 22. mars 1973. Það var alveg ógleymanleg stund og ekki síður það sem á eftir fylgdi. Ríkisútvarpið var mætt þarna en enginn frá Sjónvarpinu. Það voru þarna þrír menn frá BBC sem náðu nokkrum skotum í kirkjunni. Það myndefni fannst 25 árum síðar. Sama dag og eldmessan var haldin hófst óviðráðanleg framrás hraunsins og fóru um 100 hús undir á skömmum tíma.  Arnar segir það vera umhugsunarvert hvort minna tjón hefði orðið ef vatnsdælurnar hefðu komið hálfum mánuði fyrr. Þá á hann sérstaklega við framrásina  eftir 25. mars þegar Heimatorg, Rafveita Vestmannaeyja og húsin þar í kring urðu hrauninu að bráð.  

Meta þurfti skemmdir á 1.000 húseignum 

Eftirlitsmenn með húseignum unnu með okkur og hafði sjóðurinn mikilla hagsmuna að gæta vegna húsa sem stóðu við  hraunkantinn og í næsta nágrenni auk annarra verkefna,” segir Arnar.  Mat á skemmdum á húseignum, innbúi og bifreiðum  hófst strax sumarið 1973.  Að því verki komu matsmenn frá tryggingarfélögum og verkfræðistofum. Arnar segir að ekki hafi verið til teikningar af öllum húsunum sem urðu fyrir tjóni. Því þurfti að mæla upp og teikna fjölmörg eldri hús svo hægt væri að meta skemmdir á þeim til fjár. Alls voru metnar skemmdir á um 1.000 húseignum, 1.300 innbúum og 800 bifreiðum auk eigna sem eyðilögðust af völdum gossins og Viðlagasjóður bætti.

Alls töpuðust 280 íbúðarhús undir hraun og gjall í eldgosinu. Í þeim voru 320 íbúðir. Nokkur íbúðarhús annars staðar í bænum skemmdust einnig mikið. Þá eyðilögðust um 50 atvinnuhúsnæði auk skúra og útihúsa.   


1973 – Eldmessan í Landakirkju að kvöldi 22. mars 1973 er ógleymanleg,
að sögn Arnars. Séra Þorsteinn Lúther Jónsson sóknarprestur messaði.
Um 200 mættu til messunnar og unnu flestir þeirra við björgunarstörf í
Eyjum. Skömmu fyrir guðsþjónustuna hafði hraunið farið yfir varnargarða í
austurbænum og valdið gríðarlegu tjóni. Í kór Landakirkju sátu f.v.: Garðar
Arason, Bjarni Bjarnason, Andri Valur Hrólfsson, Arnar Sigurmundsson, Össur
Kristinsson, Jóhann Ingvar Guðmundsson og Áki Heinz Haraldsson.
Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson


1970 – Stjórn Eyverja 1970-71. Aftari röð f.v.: Gísli Geir Guðlaugsson,
Engilbert Gíslason, Sigurður Jónsson. Fremri röð f.v.: Helgi Bernódusson,
Arnar Sigurmundsson. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson.

Greinina í heild sinni má lesa í 23. tbl Eyjafrétta.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst