Það brá mörgum í brún um hádegisbil í gær þegar eldingu laust niður í Klifið sem gnæfir yfir höfnina í Vestmannaeyjum með tilheyrandi drunum. Eftirköstin komu fljótlega í ljós en nokkur fyrirtæki á hafnarsvæðinu eru símasambandslaus. Þá urðu skemmdir uppi á Klifi en þar er móttökubúnaður og útsendingabúnaður fyrir m.a. sjónvarp, útvarp og fleira. Unnið er að viðgerðum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst