Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var kallað út í hádeginu vegna elds að Illugagötu 31. Kviknað hafði í feiti á eldavél. Íbúum hafði tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið mætti á vettvang. �??Við erum bara að klára hérna,�?? segir Friðrik Páll Arnfinnsson, slökkviliðsstjóri, í samtali við Vísi.
�??Við komum á staðinn og þurftum að reykræsta.�?? Íbúar hússins, eldri hjón, höfðu verið að elda hádegismat og gleymt potti með feiti á hellunni. Að sögn Friðriks urðu skemmdir minniháttar á eldhúsinnréttingunni. �??�?að var snarræði þeirra sem kom í veg fyrir að verr færi. �?au höfðu eldvarnarteppi við höndina, kæfðu eldinn og komu pottinum síðan á vaskinn. �?etta fór mun betur en á horfðist,�?? segir Friðrik. Íbúar sluppu að mestu óskaddaðir en karlmaðurinn hlaut minniháttar bruna á hönd við slökkvistarf.