Allt slökkvilið Vestmannaeyja, lögregla, sjúkrabíll, sjúkraliðar og læknir voru kallaðir út vegna elds í fjölbýlishúsinu að Áshamri 71. �?egar tíðindamaður kom á staðinn um líkt leiti og slökkviliðið var að mæta, voru allir íbúar í viðkomandi stigagangi komnir út. �?au voru misvel klædd, í stuttermabolum og í náttsloppum og sumir berfættir, en hvasst var og rigning. Fljótlega kom fólkið sér fyrir í bílum sínum sem stóðu við blokkina.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem var í uppvöskunarvél í íbúð á fyrstu hæð. Töluverður reykur var um allan stigaganginn og í íbúðinni sem eldurinn var í og það þurfti að reykræsta stigaganginn og íbúðina. �?skar Pétur ljósmyndari Eyjafrétta var á vettvangi.