Rétt fyrir klukkan þrjú í dag var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að Búhamri 36 en eldur var laus í bílskúr hússins, sem er áfastur einbýlishúsinu. Eldurinn náði þó ekki að breiðast út en það var ekki síst að þakka skjótum viðbrögðum Slökkviliðsins og þeirra sem urðu eldsins varir. Engin slys urðu á fólki.