Elísa Viðarsdóttir, varnarmaðurinn öflugi í kvennaliði ÍBV í knattspyrnu, skrifaði í gær undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum hjá ÍBV. Elísa verður tvítug á þessu ári og spilaði mjög vel í hjarta varnarinnar hjá ÍBV en hún lék 18 leiki í deild og bikar og skoraði fjögur mörk, öll í Íslandsmótinu. Elísa tók jafnframt við fyrirliðabandinu þegar Þórhildur Ólafsdóttir hélt til Bandaríkjanna í nám og lyfti bikarnum þegar sigurinn í 1. deild var í höfn.