�??Kaffistofuspjallið hér í Eyjum segir svo margt. Sumt alveg rétt og annað minna rétt. Við sem stundum verðum innihaldið í þessum sögum lærum fljótt að taka þær ekki alvarlega,�?? sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri þegar hann var spurður að því hvort hann væri meðal 40 umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
�??Eins og þekkt er þá fékk ég í sumar mjög eindreginn stuðning víða úr kjördæminu til að falast eftir þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Reyndar var sá stuðningur svo eindreginn að ég hugleiddi það alvarlega. �?rátt fyrir að svo rammt hafi að kveðið að mér hafi nánast liðið eins og ég þyrfti ekki annað en að rétta út hendina til að geta orðið þingmaður ákvað ég að gera það ekki. �?ar réði mestu að ég er í dag í verkefnum sem mér finnst ég ekki geta stokkið frá.�??
Elliði segir á kjölfar yfirlýsingar sinnar um hann gæfi ekki kost á sér í prófkjörinu hafi hann fengið atvinnutilboð sem honum hafi sannalega þótt vænt um. �??�?g hef litið á þessi atvinnutilboð sem merki um að Ísland sé að rétta hratt úr kútnum og eftirspurn sé að skapast eftir fólki með ákveðna reynslu og menntun. Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra SFS rann út 1. júní síðastliðinn og ég var ekki á meðal þeirra 40 sem sóttu um það mikilvæga starf.�??
Elliði segir enn rúmlega eitt og hálft ár eftir af kjörtímabili bæjarstjórnar. �??Mér líður afar vel í starfi bæjarstjóra og er þakklátur fyrir það umboð sem bæjarbúar hafa veitt mér. �?g er fullur auðmýktar frammi fyrir því trausti sem mér er sýnt á hverjum degi og hlakka alltaf til að fara í vinnuna og ráðast á verkefnin hvort sem þau eru stór eða stærri. �?g hef því ekki verið að leita mér að nýju starfi, því fer fjarri.�??