�??Fyrir það fyrsta þykir mér vænt um að eiga hóp sem kallar sig stuðningsmenn mína. �?að er ánægjulegt að það er einhver sem styður mann eftir að hafa verið lengi í stjórnmálum. En þar fyrir utan þykir mér vænt um þessa niðurstöðu og ég tek hana alvarlega.�?? �?etta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en könnun sem stuðningsmenn hans létu gera í Suðurkjördæmi bendir til þess að hann eigi víðtækan stuðning í oddvitasætið. �?ar fyrir situr Ragnheiður Elín Árnadóttir sem gegnt hefur embætti iðnaðarráðherra á kjörtímabilinu.
Elliði segist í samtali við Eyjuna ekki vera búinn að gera upp hug sinn og minnir á að ekki er langt síðan að hann fékk annars konar traustmælingu, það er í kosningum til bæjarstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur. �?ví hlutverki taki hann sömuleiðis alvarlega. Við erum í stórum og miklum verkefnum sem spanna allt frá nýsmíði Vestmannaeyjaferju yfir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða og fatlaða. �?g þarf að sjá fram úr þessum verkefnum áður en ég huga að örðum verkefnum. Pólitík má aldrei ganga út á persónulegan metnað.
Aðspurður hvort honum langi á þing, svarar Elliði: Nú þegar ég að setjast yfir með mínum stuðningsmönnum og fjölskyldu hvað sé rétt að gera. Mér líður vel í því sem ég er að gera en um leið eru þingstörf á meðal ábyrgðarmestu starfa í landinu. Nú er ég ekki kominn svo langt í ferlinu [að taka ákvörðun] en það er alveg á hreinu að ég hreyfi mig ekki frá því umboði sem ég hef í Vestmannaeyjum nema að sjá út úr þeim verkefnum sem þarf að sinna. Mér ber lagaleg skylda til að gegna þeim störfum sem ég var kjörinn til þar. �?að verður að hafa forgang. Elliði segist hafa fengið meldingu frá sínum stuðningsmönnum að það stæði til að gera umrædda könnun. Aðspurður hvort þetta sé stór hópur svarar hann því til að það hafi komið notalega á óvart hversu stór og öflugur þessi hópur er. Segist hann jafnframt hafa fengið fjölda símtala úr kjördæminu þar sem skorað er á hann í framboð, en svör hans hafi alltaf verið á sömu leið. �?að er að hann sé nú þegar í ábyrgðastöðu sem verði að hafa forgang. En dregur það úr honum að bjóða sig fram gegn sitjandi ráðherra og oddvita?
�?g lít ekki svo á að í stjórnmálum eigi einhver eitthvað. Ef ég býð mig fram væri ég ekki að fara fram gegn Ragnheiði Elínu eða nokkrum öðrum heldur einfaldlega að falast eftir stuðningi íbúa í Suðurkjördæmi.
Elliði segist væntanlega gera upp hug sinn innan nokkurra vikna. Brekkan á �?jóðhátíð er ákjósanlegur vettvangur til að taka svona ákvörðun. �?g er mikill Eyjamaður og þar slær hjartað,
segir hann í léttum dúr. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður, hefur einnig verið orðuð við oddvitaembættið. Hún hefur þegar gefið út að hún ætli sér að bjóða sig fram að nýju, en hefur ekki tekið ákvörðun um á hvaða sæti hún stefnir á. Hún vildi ekkert gefa uppi þegar Eyjan náði tali af henni, en sagði að það styttist í ákvörðun hennar.
Eyjan greindi frá.