Umræða um nýja Vestmannaeyjaferju hefur verið hjúpuð þoku og því miður oft erfitt fyrir fólk að kynna sér forsendur hennar. �?að ræður sjálfsagt mestu að upplýsingagjöf hefur verið stopul en hinu er heldur ekki að neita stundum hefur upplýsingagjöf verið villandi.
Eftir að skrifað var undir samning um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju hófst umræða í Vestmannaeyjum um að hin nýja ferja sem hönnuð er til siglinga í Landeyjahöfn myndi bera talvert minna af bílum en núverandi ferja sem orðin er 25 ára gömul og hannaður til siglinga í �?orlákshöfn. Saman lögðust kaffistofur í að telja bíla á neðangreindri mynd sem birt var á vefmiðli.
Nýja ferjan tekur 31 bíl meira þegar einnig er verið að flytja 5 gáma
�?essi mynd sýndi sem sagt sambland af bílum og vögnum/gámum á dekkinu. Alls eru 5 vagnar og 49 bílar á myndinni. Sé þessi blanda sett í samhengi við fluttningsgetu hinnar nýju ferju þá kemur í ljós að núverndi Herjólfur getur eingöngu tekið 18 bíla þegar á dekkinu eru 5 vagnar. Nýja ferjan tekur sem sagt 31 bíl meira þegar í henni eru 5 vagnar.
Ekki alltaf hægt að nota lyfturnar
Núverandi skip var nefnilega á sínum tíma þannig hannað að í það voru settar lyftur sem taka 14 bíla. �?egar komnir eru 4 vagnar um borð nýtist ekki önnur lyftan og þegar 5. vagninn bætist við nýtist hvorug lyftan.
�?egar ekki eru gámar tekur nýja ferjan 19 bílum meira en sú gamla
Séu ekki neinir vagnar á bíladekkinu komast um 55 bílar í núverandi ferju. Í þá ferju sem hingað kemur sumarið 2018 komast hinsvegar 74 bílar ef ekki er verið að flytja neina gáma. �?egar sú er staðan flytur nýja ferjan sem sagt 19 bílum meira.
-EV