Elliði vill verða bæjarstjóri í Ölfusi
Elliði Vignisson fyrrverandi bæjarstjóri Vestmannaeyja

Fyrrverandi bæjarstjórar Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Ísafjarðar og Garðs ásamt fyrrverandi framkvæmdarstjóra Árborgar sækjast eftir stöðu bæjarstjóra Í Ölfusi. Átján sækjast eftir stöðunni, en fimm  kusu að draga umsókn sína til baka.Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins í dag.

Ráðningarferlið er unnið í samvinnu við fyrirtækið Capacent, en í sveitarfélaginu bíða mörg verkefni, sérstaklega í atvinnumálum. Þá hefur mikil íbúafjölgun verið í sveitarfélaginu undanfarið og er það áhersla bæjarstjórnar að ganga frá ráðningu hratt og vel, að því sem fram kemur í svari frá bæjarráði Ölfusar við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan meirihluta í síðustu kosningum í Ölfusi.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.