Herjólfur siglir nú til Landeyjahafnar, og þvílík breyting fyrir Vestmannaeyjar. Það er alveg ljóst að þessi ferðamáti er það sem fólk vill og vonar geti haldið áfram. Og þau voru fyrirheitin þegar ákveðið var að byggja þessa höfn. Í síðustu viku flutti Herjólfur 8 þúsund farþega milli lands og Eyja sem segir allt sem segja þarf. Ferðamannafjöldinn sem heimsækir Eyjar hefur margfaldast og þess verður vart strax eftir fyrstu ferð Herjólfs að morgni. Ekki síður hafa siglingar í Landeyjahöfn sett Vestmannaeyjar og Vestmannaeyinga í allt aðra stöðu. Sigling til meginlandsins er orðin stutt skemmtiferð og Eyjamenn nýta sér þennan ferðamáta óspart