Endaði í fjórða sæti í sínu fyrsta móti
25. september, 2014
Lögreglumaðurinn Haraldur Geir Hlöðversson tók í síðustu viku þátt í Heimsmeistaramótinu í sjómanni. Halli Geir, eins og hann er alla jafna kallaður, gerði sér lítið fyrir og endaði í fjórða sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en þetta er aðeins í fjórða sinn sem hann tekur þátt í sjómannsmóti. Heimsmeistaramótið fór fram í Vilnius í Litháen en Halli Geir keppti bæði í keppni með hægri og vinstri.
�??�?g hef þrívegis tekið þátt í keppni í sjómanni á Heimsleikum lögreglu- og slökkviliðsmanna en þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í Heimsmeistaramótinu, sem er auðvitað mun sterkara mót,�?? sagði Halli Geir í samtali við Eyjafréttir. Heimsmeistaramótið í sjómanni á sér langa sögu, fyrsta mótið var haldið árið 1978 og hefur því verið haldið í 36 ár en mótið er haldið á hverju ári.
Nánar er rætt við Harald Geir í Eyjafréttum.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst