Eyjasveitin Dans á Rósum skellti sér í hljóðver um helgina til að taka upp tvö ný lög. Reyndar eru bæði lögin gömul en sveitin endurútsetur þau og gerir að sínum. Upptökurnar fóru fram í Eyjum, í Island Studios en nýr meðlimur bættist í sveitina á haustmánuðum, gítarleikarinn Ingi Valur Grétarsson og sér hann ennfremur um upptökur.