Engin ákvörðun var tekin á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun varðandi tilboð Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar í Bakkafjöruferju. Kristján L. Möller, samgönguráðherra lagði fram tillögur sínar á fundinum en ekki náðist að afgreiða málið á fundinum. Engar upplýsingar fengust hvað fólst í tillögum ráðherra en Róbert Marshall, aðstoðarmaður Kristjáns sagði að málið yrði afgreitt á föstudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst