Engin ný smit síðan 30. september
14. október, 2020

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðan 30. september sl. Eru nú tveir í einangrun og þrír í sóttkví í Vestmannaeyjum. Nú er vetrarfrí framundan í grunnskólanum og gerir fólk sér gjarnan dagamun í slíkum fríum, t.d. með ferðum á fastalandið. Því vil aðgerðastjórn enn á ný biðla til bæjarbúa að forðast óþarfa ferðalög. Við verðum að fara varlega þar sem veiran fer ekki í vetrarfrí. Við erum í viðkvæmri stöðu þar sem fjölmörg smit hafa greinst á landinu síðustu daga og er faraldurinn enn í vexti.

Okkur hefur tekist vel til í þessari þriðju bylgju og hafa aðeins fimm smit greinst hér í Vestmannaeyjum. Smitvarnir hafa verið til fyrirmyndar hjá bæjarbúum, fyrirtækjum og stofnunum og hafa allir lagst á eitt í þeim efnum.

Vill aðgerðastjórn því þakka ykkur fyrir að vera til fyrirmyndar. Höldum áfram að hjálpast að, hvetjum hvort annað áfram og stöndum saman. Samstaða er besta sóttvörnin!

F.h. aðgerðastjórnar,
Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðgerðastjóri

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.