Enginn veikir meistaraflokk fyrir 2. flokk
1. september, 2014
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs ÍBV skrifaði pistil á facebooksíðu stuðningsmanna ÍBV þar sem hann skýrir val á leikmönnum meistaraflokks. Í síðustu leikjum hafa verið árekstrar milli 2. flokks og meistaraflokks sem hefur orðið til þess að lykilleikmenn í 2. flokki hafa ekki getað leikið jafn mikið með flokknum og þörf er á, til að vera klárir í leiki meistaraflokks. Gefum Sigurði Ragnari orðið:
Ágætu stuðningsmenn ÍBV.


�?að er sjálfsagt mál að ég gefi skýringar á því sem þjálfari meistaraflokks ÍBV hvernig ungu leikmenn félagsins eru notaðir í leikjum meistaraflokks og 2.flokks enda sé ég að margir eru að velta því fyrir sér.


�?að eru bara 15 leikmenn á meistaraflokksaldri að æfa knattspyrnu hjá ÍBV. �?að er ef ég tel alla sem eru heilir og enginn er í leikbanni. Yfirleitt eru 1-2 leikmenn meiddir eða í banni. �?annig vantaði okkur Dean Martin í leiknum í dag því hann var í banni og í leiknum þar á undan vantaði okkur Víði sem var meiddur og �?órarinn Inga sem var í banni. Ef við viljum hafa 18 manna hóp eins og önnur lið í leik í Pepsideíld þá fyllum við upp í töluna með bestu leikmönnum 2.flokks enda eru þeir næstir þarna inn og það er reynsla og hvetjandi að vera í hóp í Pepsídeildarleik þó maður komi ekki endilega inná.


Meistaraflokksliðið á jafnan að vera skipað bestu leikmönnum félagsins og það er mikill heiður að vera í þeirra hópi og mjög eftirsóknarvert. Í flestum leikjum okkar í ár hafa verið 3-6 leikmenn frá 2.flokki í 18 manna hóp á leikskýrslu í deild og bikar. �?g myndi skjóta á að yfirleitt séum við með fimm 2.flokks stráka í hóp. Jonni, Atli Fannar og �?skar Zoega hafa oft byrjað inná fyrir okkur í sumar, Hafsteinn, Devon og Isak fengu sína fyrstu leiki í sumar. Kristinn Skæringur og Tómas Aron hafa verið í hóp. Enn fleiri leikmenn úr 2.flokki hafa fengið að æfa með meistaraflokki enda styttir það tímann í að leikmenn verði fyrr tilbúnir í meistaraflokk. �?að hefur mjög sjaldan gerst í sumar að meistaraflokkur leiki á nákvæmlega sama tíma og 2.flokkur og því hafa leikmenn 2.flokks yfirleitt geta spilað hálfan leik, 60 mín eða heilan leik í góðu samráði við þjálfara 2.flokks og þessir leikmenn samt verið klárir á bekkinn í meistaraflokki degi eða dögum seinna.


�?ann 24.ágúst spiluðu hins vegar 2.flokkur og meistaraflokkur á nákvæmlega sama degi. Leikur 2.flokks var upprunalega ekki settur á þennan dag heldur færður og ástæður fyrir því að leikurinn var færður yfir á sama dag og leikur meistaraflokks eru mér ókunnar en það er bagalegt að það sé árekstur því við eigum ekki nógu marga leikmenn og þurftum því að velja á milli. �?g hef ekkert um leikjaplan 2.flokks að segja en núna um helgina varð aftur árekstur. �?g leyfði leikmönnum að spila 45 mínútur í gær með 2.flokki því það er hárrétt að liðið er í erfiðri stöðu. Að spila meira en það myndi gera þá þreytta fyrir leik meistaraflokksins í dag. Bæði meistaraflokkur og 2.flokkur eru í fallhættu. Vonandi náum við að halda báðum flokkum uppi en ef við þyrftum að velja á milli þá er meira í húfi fyrir félagið að halda sér í Pepsídeildinni.


�?að er mjög erfitt að áætla fyrirfram á hvaða varamanni þú þarft að halda í hverjum leik. �?að geta komið meiðsli strax á fyrstu mínútu. Ef við myndum láta 2.flokks strákana spila heilan leik daginn fyrir leik í Pepsídeild kæmu þeir mjög þreyttir í Pepsideildarleikinn og myndu ekki nýtast okkur fyrir utan meiðslahættu.


�?á stendur eftir hvort við eigum að sætta okkur við að ÍBV séu með 13-14 leikmenn á skýrslu, kannski 2-3 útileikmenn sem varamenn í meistaraflokk í Pepsídeildinni svo leikmenn í 2.flokki geti fengið leikreynslu með 2.flokki? Mín skoðun er að það sé rugl enda er ekkert félag í Pepsideildinni sem vinnur svoleiðis eða nokkurt alvöru félag nokkurs staðar. �?á kemur spurninginn hvort við eigum að sækja þessa stráka niður í 3.flokk. Sama svar, þeir strákar eru efnilegir en eru ekki tilbúnir ennþá og því værum við að veikja meistaraflokkinn, fyrir utan það að 4 þeirra bestu í 3.flokki þar voru að keppa í handbolta núna um helgina sem var enn einn áreksturinn.


Ef ÍBV vill losna við svona árekstra í framtíðinni þarf að fjölga leikmönnum á meistaraflokksaldri og í 2.flokki. �?ll félög vinna eins, bestu leikmenn 2.flokks spila með meistaraflokki, líka hjá liðunum sem ÍBV spilar á móti í 2.flokki. Bestu leikmenn 3.flokks spila með 2.flokki í staðinn og fá þar mikilvæga reynslu sem flýtir fyrir þeirra þroska. �?g er algjörlega sammála því að leikmenn þroskast við að fá að spila í 90 mín meira heldur en ef þeir sitja á bekknum. Núna um helgina spiluðu þeir 45 mín, Atli Fannar í 75 mínútur o.s.frv.


Í næsta leik 2.flokks verður ekki árekstur, en 2 síðustu leikir 2.flokks í sumar eru spilaðir á Hornafirði 2 dögum og 1 degi fyrir leik gegn KR hjá meistaraflokki í Pepsídeildinni. �?á verður aftur árekstur. �?eir leikir voru líka færðir frá upprunalegu dagsetningunni. �?g vona að þetta veiti einhver svör og afsakið hvað pósturinn er langur. �?að er ekkert félag sem veikir meistaraflokkinn sinn og þar með líkur sínar á að ná að halda sér uppi í meistaraflokki til að leikmenn geti spilað með 2.flokk. Besta lausnin er að bestu leikmenn 2.flokks nái bæði að spila leiki með 2.flokki og vera á bekknum í meistaraflokki án þess að séu árekstrar. Svoleiðis er það í fullkomnum heimi en við ráðum ekki alltaf yfir leikjaniðurröðuninni. �?ví hef ég unnið með þjálfara 2.flokks í því í sumar að reyna að hámarka reynslu þessara leikmanna með því að leyfa þeim að æfa og spila með báðum flokkum og eftir atvikum vera varamenn hjá meistaraflokki og jú þegar það eru árekstrar getur það þýtt minni spiltími þá helgina. �?g sé ekki lausnina á að hjá því verði komist, a.m.k. núna í ár en vonandi gefst okkur meira fjármagn á næsta ári til að hafa breiðari hóp í meistaraflokki. Jafnframt þarf að gæta þess að reyna að hafa sem fæsta árekstra milli þessara flokka því ÍBV hefur mun færri iðkendur í 2.flokki en flest önnur metnaðarfull félög.


Áfram ÍBV.
Siggi Raggi.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst