Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði á mánudag meðal þess sem var til umræðu voru stöðuleyfi við Vigtartorg. Vegna framkvæmda við Vigtartorg sumar 2021 er ekki hægt að úthluta stöðuleyfum á torginu í sumar. Skipulags-og umhverfisfulltrúi kynnir fyrir ráðinu hvaða svæðum er hægt að úthluta fyrir stöðuleyfi í tengslum við ferðarþjónustu sumarið 2021. Ráðið fól skipulags- og umhverfisfulltrúa að kanna áhuga aðila í ferðaþjónustu á stöðuleyfum fyrir sumarið 2021.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst