Klukkan 15:33 fékk slökkvilið Vestmannaeyja tilkynningu um að eldur væri laus í Tangahúsinu við Tangagötu í Vestmannaeyjum. Mikinn reyk lagði frá húsinu og stóðu eldtungurnar upp úr þakinu þegar að var komið en í húsinu er m.a. rekinn veitingastaðurinn Kaffi Kró. Eldurinn var hins vegar í suðurhluta hússins en veitingastaðurinn er í norðurhluta. Suðurhluti hússins er hins vegar mikið skemmdur en ekki er vitað um eldsupptök.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst