Það ætlar að reynast íþróttaliðum Fram erfitt að komast til Eyja. Nýkrýndir bikarmeistarar Fram í handbolta kvenna áttu að koma í gær og spila við heimastúlkur en þá reyndist vera ófært. Í dag er veðrið lítið skárra og því sitja Framstúlkur sem fastast í höfuðborginni. Leiknum hafði verið frestað til 13:00 í dag en nú er ljóst að það gengur ekki eftir. Nýr leiktími er klukkan 16:00 og ef það gengur ekki, á að reyna aftur annað kvöld, klukkan 19:30.