Enn liggur ekki fyrir hvort lundaveiðar verða heimilaðar í Vestmannaeyjum frá ágústbyrjun og beðið er upplýsinga frá fuglafræðingum sem hafa verið að kanna stofninn. Þetta segir Páll Marvin Jónsson, sem situr í bæjarráði Vestmannaeyjabæjar, en ráðið mun funda um málið í lok júlímánaðar.