Er enn að átta sig á úrslitunum
Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Flokkur fólksins fékk um helgina flest atkvæðin í Suðurkjördæmi í þingkosningunum. Lengst af talningu var Sjálfstæðisflokkurinn með flest atkvæði en í lokatölum fór Flokkur fólksins fram úr Sjálfstæðisflokknum og endaði með 121 atkvæði fleiri atkvæði en fyrr nefndi flokkurinn. Ásthildur Lóa Þórsdóttir er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.

„Það er skemmst að segja frá því að ég er enn að átta mig á úrslitum kosninganna, hvað þau þýða og hvaða afleiðingar þær munu hafa hvort sem er fyrir kjördæmið, flokkinn minn, og mig sjálfa. Ég er í fyrst og fremst alveg gríðarlega þakklát fyrir þetta dýrmæta traust sem mér hefur verið sýnt og staðráðin í að sýna að ég geti staðið undir. Úrslit þessara kosninga sýna ákall kjósenda eftir breytingum og íbúar þessa kjördæmis hafa sýnt að þau treysti Flokki fólksins best til að standa fyrir þeim.” segir Ásthildur Lóa í samtali við Eyjafréttir.

Að hennar mati þurfa breytingar að hefjast með breyttum áherslum. „Ríkisstjórnir undanfarinna ára og áratuga hafa alltaf staðið með og tekið ákvarðanir út frá þeim sem sterkast standa. Núna þurfum við ríkisstjórn sem setur hagsmuni fólksins, heimilanna og lítilla fyrirtækja í forgang, og tekur ákvarðanir út frá hagsmunum þeirra. Þannig mun Flokkur fólksins alltaf vinna og þannig mun ég vinna, bæði fyrir landið í heild og Suðurkjördæmi og að sjálfsögðu fyrir Vestmannaeyjar.” segir hún.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.