Á laugardaginn fer fram kosning á stjórnlagaþing hið fyrsta í sögu lýðveldisins. Hlutverk stjórnlagaþings er að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins. Undirritaður er í framboði ásamt fjöldanum öllum af öðru fólki. Þarna gefst okkur öllum tækifæri til þess að kjósa þá einstaklinga sem okkur þykja álitlegastir til verksins. Víst er að mörgum féllust hendur við að sjá þann fjölda er bauð sig fram. En það er svo sem engin ástæða til þess. Það er fjöldinn allur af hæfileikaríku fólki í framboði sem vert er að skoða. Ég ætla aðeins að koma með mínar ástæður fyrir framboði.