Tonny Mawejje segist vera að ganga frá nýjum samningi við ÍBV. Tonny er miðjumaður frá Úganda en hann hefur leikið með ÍBV undanfarin fjögur tímabil. Samningur hans við félagið rann út um áramót en hann segist í samtali við fjölmiðla í Úganda vera á leið aftur til ÍBV.