Innan fárra daga verður nýtt fjölnota íþróttahús tekið í notkun í Eyjum. Hús sem á eftir að bæta æfingaaðstöðu margra íþróttafélaga og bæjarbúa til mikilla muna. Þarna getur knattspyrnan æft, aðstaða er fyrir frjálsíþróttafólk, golfarar get æft sig í húsinu og þarna hefur verið hugsað til þess að eldri borgarar bæjarins gætu farið í sína göngutúra í vondum veðrum og ef illa viðrar verður hægt að halda Shell- og Pæjumótin í húsinu. Glæst hús sem markar tímamót.