Ég Einar Brandsson frambjóðandi til stjórnlagaþings nr, 6307 langar að útskýra fyrir þér hver ég er og hversvegna ég býð mig fram til stjórnlagaþings. Ég er fæddur 1962 og hef búið á Akranesi að undanskildum fjórum árum er ég bjó þrjú ár í Odense í Danmörku og eitt ár í Kópavogi. Giftur vestfirðingnum Ösp Þorvaldsdóttur og eigum við þrjú börn (27, 25 og 8 ára) og tvö barnabörn.