Nú þegar allir eru að einbeita sér að því að bíða eftir Bakkafjöruhöfn – hvað er þá að gerast á öðrum vígstöðvum? Hvað er að frétta af innanlandsfluginu? Það hefur nú verið fín drift í því í sumar sýnist mér, er alveg viss um að það er góð farþegaaukning þetta árið – þið leiðréttið mig þá ef þetta er ekki rétt hjá mér. En er ekki samningurinn við Flugfélag Íslands að renna út um áramót?