Í gærkvöldi var dregið í fyrstu umferðir Coca Cola bikarkeppninnar í handbolta. ÍBV teflir fram fjórum liðum í bikarkeppninni, tveimur karlaliðum og tveimur kvennaliðum. Ekki verður sagt að kvennaliðin hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í 16 liða úrslitin því ÍBV sækir Stjörnuna heim og ÍBV2 tekur á móti úrvalsdeildarliði Hauka. Leikirnir fara fram 11. og 12. nóvember. Karlaliðin tvö eru hins vegar komin í 16 liða úrslit því þegar dregið var í 32ja liða úrslit í gærkvöldi, sátu bæði ÍBV og B-lið ÍBV hjá í fyrstu umferð.