Karla- og kvennalið ÍBV eiga bæði erfiða leiki fyrir höndum í dag. Stelpurnar taka á móti Þór/KA, sem hefur verið að sækja í sig veðrið eftir slaka byrjun. Þær töpuðu m.a. fyrir ÍBV á Akureyri í fyrstu umferðinni 0:5 og vilja sjálfsagt hefna fyrir þær ófarir. ÍBV er sem stendur í þriðja sæti með 19 stig en Þór/KA er í því fjórða með 18. Leikur liðanna hefst klukkan 16:00.