Dagskrá goslokahátíðarinnar í Eyjum hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Hápunkturinn verður í kvöld í Skvísusundi. Annars rekur hver atburðurinn annan. Veður hefði mátt vera betra, en frá því í gær hefur verið nokkuð sterk suðaustan átt með þoku og vætu og samkvæmt spá á það veður einnig að vera í dag, en eitthvað að batna á morgun. Nokkur erill hefur verið hjá lögreglunni. Þrír gistu fangageymslu hennar í nótt.