Erlingur Richardsson mun láta af störfum sem þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta eftir yfirstandandi tímabil. Þetta staðfesti Vilmar Þór Bjarnason framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV í samtali við Eyjafréttir rétt í þessu. Hann staðfesti að leit stæði nú yfir af eftirmanni Erlings.
Erlingur hefur þjálfað liðið frá árinu 2018 þegar hann tók við þjálfun þessi í þriðja sinn. Erlingur skildi síðast við ÍBV vorið 2013 er liðið vann 1. deild karla en þá þjálfaði hann liðið ásamt Arnari Péturssyni. Frá ÍBV hélt hann til Austurríkis þar sem hann þjálfaði Westwien og síðar til Berlínar þar sem hann gerði lið Fuchse Berlin tvívegis að heimsmeisturum félagsliða ásamt því að stýra Berlínarrefunum til 5. sætis í þýsku Bundesligunni tímabilið 2015/2016. Erlingur hefur jafnframt stýrt landsliði Hollands.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst