Erlingur Richardsson mun ekki stýra nýliðum ÍBV í N1-deildinni í handbolta næsta vetur því hann hefur samið við austurríska liðið SG Insigni Westwien og gert við það tveggja ára samning. Þetta staðfestir Erlingur við vefsíðuna fimmeinn.is en Erlingur stýrði ÍBV til sigurs í 1. deildinni í vetur og verða Eyjamenn því á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð eftir fjögurra ára fjarveru.