Erna ætlar ekki með Birgi í Sjálf­stæðis­flokkinn
12. október, 2021
Erna, Guðni, Heiðbrá og Birgir

Erna Bjarna­dóttir, vara­þing­maður Birgis Þórarins­sonar, sem ný­verið fór úr Mið­flokknum í Sjálf­stæðis­flokkinn sagði Í bítinu á Bylgjunni í morgun að hún ætli ekki að skipta yfir í Sjálf­stæðis­flokkinn eins og Birgir.

„Ég hef ekki skráð mig í Sjálf­stæðis­flokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna.

Hún sagði að hún væri „bara vara­þing­maður“ og að hún ætlaði að sinna á­fram þeim verk­efnum sem hún sinnti áður en hún tók sæti á lista flokksins, en það eru sem dæmi að stýra vinnu í hópnum Að­för að heilsu kvenna. Þau mál hafi fallið vel að stefnu flokksins og þess vegna hafi hún tekið sæti á lista.

„Ég hef ekki svo sem meira um það að segja. Ég er þá kannski, eins og þú segir, frægust fyrir að vera vara­þing­maður sem aldrei komst á þing,“ sagði Erna og hló.

Hún sagðist ekki ó­sátt við á­kvörðun Birgis og að hann yrði að vera sáttur við sínar á­kvarðanir og sína sann­færingu. Hvað varðar tíma­setningu brott­hvarfsins sagðist hún ekkert hafa við um­ræðuna að bæta.

Erna sagði að hún væri enn vara­þing­maður Birgis, hún gæti ekki verið neitt annað, en að hún ætlaði sér að vera á­fram í Mið­flokknum.

„Ég er ekkert að fara í neinn annan flokk,“ sagði Erna.

Hún sagði að auð­vitað væri sér brugðið við á­kvörðun Birgis eftir að hafa varið miklum tíma með honum í kosninga­bar­áttunni og ferðast með honum um kjör­dæmið en að það væri mikil­vægt fyrir fólk að fylgja sinni innri rödd, sannfæringu og pólitísku sýn, það væri Birgir að gera og það ætlaði hún að gera.

Hægt er að hlusta á við­talið hér.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.