Flugfélag Íslands mun að öllu óbreyttu hætta áætlunarflugi til og frá Vestmannaeyjum þann 1. ágúst nk. en þá mun ríkistyrkur á flugleiðinni falla niður. Flugfélagið Ernir hefur verið orðað við flugleiðina og þá að hefja reglulegar áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja.