Tíðin var róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku en þó þurfti að sinna ýmsum verkefnum. M.a. voru þrír teknir fyrir of hraðan akstur á Hamarsvegi en hámarkshraði þar er 50 km/klst. Þrír voru teknir fyrir að nota ekki öryggisbelti, einn fyrir að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað, einn fyrir að leggja bílnum ólöglega og einn var tekinn fyrir að vera á bifreið án þess að greiða af henni tryggingu. Eigendur ökutækja er minntir á að fara með bifreiðir sínar og láta skipta yfir á sumardekk þar sem farið verður að sekta þá sem enn eru á nagladekkjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst