Um helgina verður risahelgi í íslenska handboltanum, því þá fara fram undanúrslit og úrslit í bikarkeppnum karla og kvenna. Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöll og reyndar eru þeir fleiri leikirnir því yngri flokkarnir spila líka á sama stað, sömu helgi. Kvennalið ÍBV leikur gegn Val í undanúrslitum í dag, laugardag klukkan 13:30 en í hinum úrslitaleiknum, sem fer fram síðar sama dag, mætast Fram og Grótta. Sigurvegarar mætast svo í úrslitaleik daginn eftir klukkan 16:00.