Eva Sveinsdóttir varð í gærkvöld Íslandsmeistari í Icefitness sem fór fram í Laugardalshöllinni. Eva fór hreint á kostum í keppninni, sigraði allar greinarnar, tók 60 armbeygjur, hékk í fitnessgreip í 2,47 mínútur og fór hraðaþrautina á 1,14 mín. og jafnaði þar Íslandsmetið í brautinni. Eva sigraði svo í samanburðinum sem fór reyndar fram í vikunni og var því ótvíræður sigurvegari keppninnar í ár. Eva endaði í öðru sæti í fyrra og hefur jafnt og þétt bætt sig síðan hún tók fyrst þátt í keppninni
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst