maí, 2019

lau11maí12:00Atskákmót til minningar um Bedda á Glófaxa12:00

Lesa meira

Um viðburð

Taflfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að halda atskákmót laugardaginn 11. maí 2019  til minningar um Bergvin Oddsson – Bedda á Glófaxa – skipstjóra og útvegsmann í Vestmannaeyjum, í samstarfi við fjölskyldu hans. Bergvin féll frá 22. sept. sl. 75 ára að aldri. Bergvin tók virkan þátt í starfsemi TV fljótlega eftir að fjölskylda hans flutti til Eyja árið 1964 og var mjög liðtækur skákmaður og tók þátt í mörgun skákmótum hjá félaginu. Eftir að hann fór í útgerð á Glófaxa Ve. nokkru eftir eldgosið á Heimaey 1973 dró nokkuð úr þáttöku hans. En Beddi leiddi í mörg ár skáksveit sjómanna í keppni þeirra við landmenn á Sjómannadaginn. Bergvin var til margra áratuga einn af öflugustu bakhjörlum Taflfélags Vestmannaeyja.

Bergvini og minningu hans til heiðurs varð að ráði að efna til sérstaks skákmóts í samstarfi við fjölskyldu hans og til styrktar skáklifinu í Eyjum,  laugardaginn   11. maí 2019,  gamla lokadaginn.   

Minningarmótið  hefst kl. 12.00 á hádegi og verða tefldar 8 umferðir eftir hinu vinsæla  atskákformi, 15. mín. á skák og + 5 sek á leik. Eftir fjórar umferðir verður tekið kaffihlé og síðan taka við aðrar fjórar umferðir.  Reiknað er með að mótinu ljúki um kl. 19.00 um kvöldið,  úrslit kynnt og veitt vegleg verðlaun. Fyrstu verðlaun verða 200 þús. kr., 2. verðlaun  125 þús. kr. og 3ju verðlaun 75 þús. kr. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands  verður mótsstjóri. Ekkert mótsgjald og allir velkomnir.

Herjólfur mun sigla sjö ferðir á dag milli Eyja og Landeyjahafnar þegar mótið fer fram.  Fyrir keppendur ofan af landi  sem ætla að dvela daginn í Eyjum er hægt að fara kl. 10.45  í 35 mín. siglingu frá Landeyjahöfn til Eyja (mæting 30 mín. fyrir brottför) og frá Eyjum að loknu móti kl. 22.00 um kvöldið. Fyrir þá sem ætla að dvelja lengur er nægt gistirými og margt að skoða í Eyjum – þar sem vorið kemur fyrst.   Skráning á Beddamótið er á skák.is.

Tími

(Laugardagur) 12:00

X