Í kvöld klukkan 21.00 leikur karlalið ÍBV gegn KR í Deildarbikarkeppninni. Bæði lið fóru vel af stað í keppninni, ÍBV lagði ÍR 6:1 og KR lagði HK 5:1. Stuðningsmönnum ÍBV gefst í fyrsta sinn kostur að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á vefnum en netsjónvarpsstöðin SportTV mun sýna leikinn.