Kór Landakirkju undir stjórn Kittyar Kováks heldur sína árlegu jólatónleika miðvikudaginn 6. des. kl. 20:00. Tónleikarnir eru í tvennu lagi þannig að fyrri hluti þeirra verður í Safnaðarheimilinu en seinni hlutinn í kirkjunni sjálfri. Efnisskráin er að venju fjölbreytt, allt frá hefðbundnum jólalögum yfir í klassísk verk.
Kórinn skipa þessu sinn 34 söngfélagar og hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri. Einsöngvarar með kórnum þessu sinni eru hinn frábæri tenór Elmar Gilbertsson og eyjastúlkan Erla Dís Davíðsdóttir. Hefðbundin karladeild kórsins mun einnig láta til sín taka nú sem fyrr.
�?að er von Kórs Landakirkju að sem flestir sjái sér fært að mæta, hlusta, njóta og taka þátt í þessum hefðbundna jólaundirbúningi.
Aðgangseyrir er kr. 2.500