Formleg opnun á Eyja Gallery verður í dag fimmtudaginn 7. Desember frá klukkan 13:00-17:00 að Bárustíg 9.
Teymið á bakvið Eyja Gallery samanstendur af þeim Bozenu Lis (handmadebybozena.com), Lucie Vaclavsdóttur (merkikerti.is), Leilu Rodrigues (bobodoki.com) og Þórdísi Sigurjónsdóttur (facebook @Doddamerkingar). Allar eru þær handverkskonur sem deila ástríðu fyrir handverki og sköpunargáfu.
Við heyrðum í þeim hljóðið og spurðum þær út í fyrirtækið og hvers konar vörur þær bjóða upp á.
Eyja Gallery er hugsað sem vettvangur tileinkaður handverksfólki, þar með talið þeim sjálfum til þess að sýna og selja handgerða hluti. Þetta er rými þar sem handverk og sköpunargleði renna saman segja þær.
Einstaklingar sem hafa áhuga á að sýna og selja verk sín í Eyja Gallery geta haft samband með því að senda tölvupóst á eyjagallery@gmail.com þar sem fram þarf að koma: Nafn, lýsing og myndir af vörum. Vegna mikils fjölda umsókna fer hver umsókn í gegnum ítarlegt mat og eru aðeins fáir sem verða samþykktir sem stendur.
Það er alltaf gaman þegar fólk tekur af skarið og ákveður að auka vöruúrvalið fyrir okkur hér í Vestmannaeyjum. Við hvetjum alla til að kíkja við og skoða úrvalið. Aldrei að vita nema eitthvað fallegt leynist í jólapakkann.
Hvar er Eyja Gallery staðsett? Bárustíg 9.
Hvernig er opnunartíminn? Yfir vetrartímann er Eyja Gallery opið þrjá daga vikunnar frá 13:00-17:00. Við stefnum á að opna alla daga yfir sumarmánuðina. Við erum staðráðnar í að hafa opið allt árið og bjóða upp á stöðugt og aðgengilegt rými fyrir handverksfólk og gesti.
Hversu margir starfa innan fyrirtækisins? Sem stendur samanstendur teymið af okkur fjórum sem leggja áherslu á að koma á fót og stjórna Eyja Gallery. Við tökum fagnandi á móti öðrum sem vilja deila þessari ástríðu með okkur.
Hvernig handverk eruð þið að bjóða upp á? Í augnablikinu er boðið upp á fjölbreytt úrval af handgerðum hlutum eins og íslenskar peysur, ullarfígúrur, kerti og sérsniðnar glervörur.
Eruð þið spenntar fyrir opnuninni í dag? Já mjög. Þetta tækifæri gerir okkur kleift að sýna ástríðu okkar fyrir handverki og skapa vettvang fyrir annað handverksfólk. Við stefnum á að búa til hlýlegt og velkomið rými fyrir bæði höfunda verka og gesti og hlúa að öflugu samfélagi handverks og sköpunar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst