Eyjabítlarnir færa út kvíarnar
22. janúar, 2024
Málin rædd. F.v, Þröstur Harrison, Bjarki Guðnason, Viðar Lennon og Sir Birgir MacCartney. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Eyjabítlarnir hafa gefið út almanak fyrir árið 2024. Almanakið prýðir flottar myndir af starfi hljómsveitarinnar á undanförnum árum. Þá er ýmis fróðleikur í almanakinu eins og hvenær afmælisdagur bítlana bresku er.

Þetta almanak er gefið út í fáum eintökum í ár. Ef vel gengur er stefnt að því að gefa út fleiri fyrir árið 2025 sem færi á almennan markað þannig að fólk geti verið með flott almanak í hýbílum sínum.

Eyjabítlar hittust í gær hjá Þresti Harrison og ræddu málin, þar sem boðið var upp á kaffi og kræsingar. Einnig var rætt um að halda hljómleika fljótlega í Höllinni en það verður auglýst síðar.

Bjarki Guðnason var á fundinum auk Sir Birgi MacCartney, sem þurfti að yfirgefa fundinn á undan öðrum. Þegar haft var samband við Viðar Lennon vildi hann að Eyjar.net talaði frekar við Þröst Harrison, þar sem hann væri með betri rödd en Lennon.

Mikil eftirspurn

Að sögn Þrastar finna meðlimir bandisns fyrir mikilli eftirspurn eftir dagatölunum, og raunar öllum varningi frá Eyjabítlunum. „Við erum að skoða frekari framleiðslu á varningi. Það er margt í pípunum.“

En hvert geta áhugasamir kaupendur snúið sér?

Hægt að senda skilaboð á Eyjabítlasíðunni á Facebook, like-a síðuna og senda einkaskilaboð.

„Þetta er eitthvað sem allir verða að eiga – þetta er fjárfesting til framtíðar. Eftir 10 ár fer fólk að tala um að ég komst á Eyjabítlatónleika. Þá er gott að eiga góðar minningar frá þessum einstöku árum.“ segir Þröstur Harrison að endingu.

 

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst